Vel heppnað söfnunarmót Skotreynar

Æfingasvæði félagsins.
Æfingasvæði félagsins. skotreyn.is

Skotveiðifélag Reykjavíkur og nágrennis (Skotreyn) hélt í gær sérstakt mót til styrktar Landsbjörg og þá í leiðinni að sýna þakklæti skotveiðimanna til björgunarsveitanna í landinu fyrir þeirra góða starf. Nýlegar og sérstaklega vel heppnaðar björgunaraðgerðir að rjúpnaskyttum var kveikjan að þessari söfnun.

Fór mótið fram á skotvelli Skotreynar á Álfsnesi og mættu rúmlega 40 keppendur, bæði félagsmenn í Skotreyn og einnig aðrir frá nærliggjandi skotfélögunum.  Skotið var frá klukkan 10 og fram til 16 og hélst verðið var þokkalegt og þurrt alveg þar til mótið kláraðist.

Fyrirkomulag mótsins var nokkuð frábrugðið hefðbundnu mótshaldi í leirdúfuskotfimi því aðeins voru skotnar 10 dúfur á þremur völlum eða alls 30 dúfur. Lögð var áhersla að hafa dúfurnar frekar auðveldar þannig að jafnt vanir sem óvanir gætu komið og skemmt sér.

Engin verðlaun voru veitt að þessu sinni en hins vegar söfnuðust samtals hátt í þrjú hundruð þúsund krónur sem munu renna til Landsbjargar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert