Alvarlegur fiskidauði á Írlandi í kjölfar mengunarslyss

Dauðir laxar, laxaseiði og áll úr ánni.
Dauðir laxar, laxaseiði og áll úr ánni. Inland Fisheries Ireland

Fram kemur í írska netmiðlinum The Journal.ie að veiðimálayfirvöld í landinu séu að hefja rannsókn á orsökum þess að um 1.200 fiskar hafa fundist dauðir á tveggja kílómetra svæði í ánni Owentaraglin í Cork-héraði nálægt þorpinu Kiskeam.

Um er að ræða þverá árinnar Blackwater sem er þekktasta laxveiðiá Írlands og þarna eru mikilvæg hrygningasvæði.

Að sögn Sean Long, talsmanns hjá írskum veiðimálayfirvöldum, er talið er að orsökina megi rekja til mengunar frá mykju eða öðrum úrgangi tengdum landbúnaði sem hafi náð að leka út í ána. Fram kemur að mikið hafi fundist af dauðum laxi sem var kominn að hrygningu, en að auki fundust dauðir urriðar, álar og hornsíli.

Sean Long segir að það muni taka ána mörg ár að jafna sig eftir þetta mengunarslys og ljóst væri að gildar reglugerðir frá Evrópusambandinu um geymslu og losun á slíkum úrgangi hafi verið brotnar.

Stangveiði er vinsælt tómstundagaman á Írlandi og er talið velta um 100 milljörðum íslenskra króna (836 milljónum evra) inn í írskt efnahagslíf árlega og skapar um 11.000 störf sem oft eru mikilvæg í dreifbýlum landsins.

Dauðir fiskar á reki í ánni.
Dauðir fiskar á reki í ánni. Inland Fisheries Ireland
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert