Metopnun í Langá

Veitt ofarlega í Stengjunum, neðan við Skuggafoss í Langá.
Veitt ofarlega í Stengjunum, neðan við Skuggafoss í Langá. Einar Falur

Opnunarhollið í Langá á Mýrum lauk veiðum á hádegi í gær eftir 2,5 daga veiði og var veiði afbragðsgóð og segja kunnugir að um met sé að ræða.

Voru það landeigendur sem veiddu þessa fyrstu daga og var 67 löxum landað á stangirnar átta. Á fyrsta klukkutímanum var 10 löxum landað og á hádegi fyrsta morguninn var búið að landa 20. Höfðu menn á orði að mikið af laxi væri þegar genginn í ána og sé vel dreifður allt að Langasjó enda talsvert síðan menn urðu varir við fyrstu laxagöngurnar. Megnið af veiðinni var fallegur tveggja ára fiskur í bland við smálaxa sem áin er almennt þekktari fyrir.

Um 350 laxar hafa gengið í gegnum laxastigann við Skuggafoss og síðast þegar fréttist höfðu 11 laxar gengið í gegnum teljarann í Sveðjufossi sem er mjög ofarlega í ánni.




mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert