Vikulegar veiðitölur frá Landsambandi veiðifélaga

Erik Koberling með 96 cm hrygnu sem veiddist í Lambastreng …
Erik Koberling með 96 cm hrygnu sem veiddist í Lambastreng í Kjarrá í morgun. HW

Vikuleg samantekt Landsambands veiðifélaga á veiði í 25 laxveiðiám á landinu birtist í gærkvöldi. Samkvæmt samantektinni er Þverá/Kjarrá  efst á listanum og þar rétt á eftir er Miðfjarðará á fljúgandi siglingu.

Þverá/Kjarrá er enn efst á listanum þar sem veiðin er komin í 1.238 laxa og þar veiddust 237 laxar í síðastliðinni viku. Á sama tíma í fyrra voru 1.153 laxar komnir á land og er veiðin því orðin 85 löxum meiri núna. Í öðru sæti er Miðfjarðará, 1.202, en í síðastliðinni viku veiddust þar 453 laxar, en á sama tíma í fyrra var búið að veiða þar 1.459 laxa. Þar er nú feikilega mikil veiði þessa daganna og veiddust til að mynda síðastliðinn sunnudag 99 laxar á stangirnar 10.

Vikulistinn yfir 10 efstu árnar lítur þannig út:

  1. Þverá/Kjarrá 1.238 lax - vikuveiði 237 laxar.
  2. Miðfjarðará 1.202 laxar - vikuveiði 453 laxar.
  3. Norðurá 966 laxar - vikuveiði 172 laxar.
  4. Ytri-Rangá 902 laxar – vikuveiði 332 laxar.
  5. Blanda 763 laxar - vikuveiði 231 laxar.
  6. Langá á Mýrum 731 laxar - vikuveiðin 199 laxar.
  7. Urriðafoss í Þjórsá 583 laxar – vikuveiði 79 laxar.
  8. Haffjarðará 547 lax – vikuveiði 127 laxar.
  9. Grímsá í Borgarfirði 503 laxar - vikuveiði 142 laxar.
  10. Elliðaárnar 475 laxar - vikuveiði 130 laxar.

Nánar má kynna sér þessa samantekt hér 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert