Blöndulón komið á yfirfall

Blanda á yfirfalli.
Blanda á yfirfalli. Jónas Sigurgeirsson

Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun þá er Blöndulón komið á yfirfall og þar með versna skilyrði til veiða í Blöndu til mikilla muna.

Hlýindi í sumar hafa skilað sér í auknu innrennsli til miðlunarlóna Landsvirkjunar og nær það einnig til Blöndulóns. Það er árviss viðburður þegar líður á sumarið að hækka tekur í Blöndulóni sem nær hámarki þegar vatnsborðið fer að flæða yfir stífluna við lónið og þá gruggast áin mikið og verður erfið til stangveiða.

Einhverjir veiðimenn kunna þó lagið á ánni við við þessar aðstæður. Fram kemur á vefsíðu Lax-á sem annast leigu árinnar að agn og stærðar takmarkanir falla úr gildi þegar áin fer á yfirfall og má þá veiða á á allt löglegt agn á öllum svæðum. 

Hægt er að fylgjast með stöðu lónsins inn á vefsíðu Landsvirkjunar.  Þar má einnig sjá að Hálslón er við það að fara á yfirfall og við það verður Jökulsá á Dal einnig afsakplega erfið viðureignar fyrir stangveiðimenn.

Uppfært:

Ábending barst frá Lax—á að ekki væri alveg rétt að Blanda væri komin á yfirfall þó rétt væri að stutt sé í það. Hefðu veiðivörður og veiðmenn við ána hafa staðfest það. Leitað var nánari upplýsinga um það hjá Landsvirkjun og samkvæmt upplýsingum þaðan sveiflast vatnshæðin til og frá og nú vantar 7 cm upp á að formlegt yfirfall væri að ræða. Yfirfall yrði þegar meðal vatnshæð Blöndulóns væri komið 478 metra hæð yfir sjó en í dag væri vatnshæðin 477,93 metrar hæð og því vantar 7 cm upp á það. Að öllum líkindum færi vatnshæðin ekki á formlegt yfirfall fyrr en í næstu viku.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert