Hnúðlax á land í Hafralónsá

Umræddur hnúðlax úr Hafralónsá.
Umræddur hnúðlax úr Hafralónsá. Sigurður Ólafsson

Enn berast fréttir af veiddum hnúðlöxum og að þessu sinni frá Hafralónsá þar einn slíkur veiddist þann 7. ágúst síðastliðinn.

Það var Sigurður Ólafsson sem var að renna fyrir silung neðst á silungasvæði árinnar sem veiddi hnúðlax sem var 57 cm á lengd og var vigtaður tvö kíló. Fram kom hjá Sigurði að það sem honum þótti merkilegt var að þessi hnúðlaxahængur var svilfullur og belgfullur af marfló sem er nákvæmlega það sama og sjóbirtingurinn og sjóbleikjan á svæðinu voru að éta.

Kvaðst Sigurður hafa frétt einnig af því að að tveir aðrir hnúðlaxar hefðu veiðst í ánni nokkrum dögum fyrr og sá þriðji sloppið. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert