Vikuleg samantek á laxveiðinni

Glímt við lax í Ægissíðufossi í Ytri Rangá.
Glímt við lax í Ægissíðufossi í Ytri Rangá. westranga

Vikuleg samantekt Landsambands veiðifélaga á veiði í laxveiðiám á landinu birtist í gærkvöldi. Samkvæmt samantektinni er Ytri Rangá langefst á listanum og ljóst á tölunum að þar er mikil veiði þessa daganna. 

Í Ytri Rangá er heildarveiðin komin í 3746 laxa og var veiðin í síðustu viku 865 laxar og veiðast vel rúmlega 100 laxar þar á hverjum degi. Talvert er langt er í Miðfjarðará sem er komin 2386 laxa en þar veiddust 213 laxar þar í liðinni viku og dregur hún vagninn í sjálfbæru laxveiðiánum.

Þá eru nokkrar veiðiár komnar með meiri veiði en allt síðasta sumar og má þar nefna Grímsá, Elliðaárnar, Laxá á Ásum og Straumarnir við Hvítá í Borgarfirði.

Vikulistinn yfir 10 efstu árnar lítur þannig út:

  1. Ytri Rangá 3.746 laxar - vikuveiði 865 laxar.
  2. Miðfjarðará 2.386laxar - vikuveiði 213 laxar.
  3. Þverá/Kjarrá 1.600 laxar - vikuveiði 134 laxar.
  4. Eystri Rangá 1.401 laxar – vikuveiði 310 laxar.
  5. Blanda 1.331 laxar - vikuveiði 112 laxar.
  6. Norðurá 1.302 laxar - vikuveiði 74 laxar.
  7. Langá á Mýrum 1149 laxar - vikuveiðin 75 laxar.
  8. Haffjarðará 980 laxar – vikuveiði 68 laxar.
  9. Grímsá í Borgarfirði 788 laxar – vikuveiði 56 laxar.
  10. Elliðaárnar 741 laxar - vikuveiði 36 laxar.

Nánar má kynna sér þennan lista hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert