Ágæt silungsveiði í Hörgá

Falleg bleikja úr Hörgá.
Falleg bleikja úr Hörgá. svak.is

Inn á vef Stangveiðifélags Akureyrar kemur fram að ágæt veiði sé búin að vera í Hörgá í Hörgársveit það sem af er sumri og hafi það aðallega verið sjóbleikjan sem hafi verið að koma á land.

Stefnir í betri veiði þar en síðasta sumar sem var reyndar eitt af þeim slökustu í manna minnum. Þegar hafa verið skràðar um 400 bleikjur það sem af er sumri og enn er einn og hàlfur mánuður eftir af veiðitímabilinu.

Stærsta bleikjan sem hefur verið skráð þetta sumarið er 63 cm og veiddist við Öxnhól á Lippu spún hinn 29. júlí á svæði 4B. Þà hafa verið bókaðir 36 urriðar og er sá stærsti 2,5 kg og veiddist á maðk á svæði 1 í svokölluðum Hofskíl. Því til viðbótar er búið að færa til bókar einn 2,5 kg lax sem náðist á land í Bægisárhyl á bleika Lippu spún hinn 2. ágúst.

Fram kemur að veiðimaður sem var á svæði 4 a nýlega og varð var við mikið líf á svæðinu og náði 14 bleikjum á þurrt og missti margar. Taldi hann að stór hluti aflans hefði verið haustbleikja sem er þá snemma á ferðinni í ár.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert