Stórlax í mynd hjá Vaka

Mynd úr teljaranum af stórlaxinum.
Mynd úr teljaranum af stórlaxinum. vaki

Íslenska hátækifyrirtækið Vaki fiskeldiskerfi hf. er leiðandi á heimsvísu við þróun og framleiðslu á búnaði sem telur og mælir lifandi fiska. Um helgina synti í gegnum teljara á vegum fyrirtækisins einn stærsti lax sem mældur hefur verið í mynd hjá fyrirtækinu.

Í nokkrum ám hér á landi og erlendis eru myndavélar á vegum fyrirtækisins sem meðal annars lengdarmæla alla fiska sem synda þar í gegn. Hægt er að fylgjast með umferð fiska í gegnum þessa teljara í nokkrum ám inn á vefslóðinni riverwatcherdaily.is.

Að sögn Benedikts Hálfdánarsonar hjá Vaka náðust á laugardaginn myndir af einum stærsta laxi sumarsins sem synt hefur í gegnum teljara á vegum fyrirtækisins. Það var þegar að 119 cm lax synti í gegnum teljara í Drammenselva í Noregi.

Sjá má þegar laxinn syndir í gegnum teljarann á þessari vefslóð  sem sýnir alla fiska sem gengu í gegn þann 19. ágúst, en sá stóri synti í gegn klukkan 16:36.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert