Risalax af jöklusvæðinu

Guttormur hampar stóra laxinum við Laxá í gær.
Guttormur hampar stóra laxinum við Laxá í gær. Veiðiþjónustan Strengir

Nú fara í hönd síðustu veiðidagar sumarsins á jöklusvæðinu. Í gærkvöldi kom á land stærsti lax í sögu svæðisins frá því að laxveiði hófst þar með skipulögðum hætti árið 2007.

Frá þessu er greint í frétt frá Veiðiþjónustunni Strengjum sem heldur utan um skipulagða veiði á svæðinu. Talsvert er síðan Jökla fór í yfirfall en þrátt fyrir það hefur verið að veiðast ágætlega í hliðaránum í Jökulsárhlíðinni sem eru Kaldá, Fögruhlíðará og Laxá. Lítil ástundun hefur hins vegar verið í september og því veiðistaðir víða vel hvíldir á milli þess sem veiðimenn koma þar við í stuttan tíma.  

Greint er frá því að Guttormur Pálsson frá Egilsstöðum hafi til að mynda skotist í árnar í tvo til þrjá daga og hafði 9 laxa upp úr krafsinu. Í gærkvöldi gerði hann sér svo lítið fyrir og lauk veiði með stærsta laxi í sögu Jöklusvæðisins.

Guttormur var þá í Laxá  og tók laxinn spón á svokallaðri Efri-Brúarbreiðu sem er rétt neðan við veginn sem liggur niður með hlíðinni. Eftir snarpa viðureign var laxinn mældur 107 cm og reyndist vera hængur og 53 cm í ummáli. Að því loknu var mynd tekin af skepnunni og hann settur í klakkistu og verður notaður til undaneldis nú í haust.

Þetta er stærsti lax sem komið hefur þar á land síðan stangveiði hófst reglulega á Jöklusvæðinu árið 2007, en áður hefur tekist að landa nokkrum sem hafa verð um og yfir 100 cm. Fyrir rúmri viku síðan stóð heildarveiði sumarsins í 332 löxum, en veitt verður til 30. september.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert