Stóra Laxá loks hrokkin í gang

Lax úr Stóru Laxá sem veiddist í gær á svæði …
Lax úr Stóru Laxá sem veiddist í gær á svæði III. Árni Baldursson

Samkvæmt upplýsingum frá Esther Guðjónsdóttur, á Sólheimum í Hrunamannahreppi og formanni veiðifélags Stóru Laxár, þá er áin loks dottin í hefðbundinn haustveiðigír nú þegar nokkrir dagar eru eftir af veiðitímanum.

Veiði hefur verið fremur róleg þar það sem af er sumars eftir mikla veiði í upphafi veiðitímans. Voru menn orðnir langeygir eftir því að hefðbundnar haustgöngur kæmu upp neðan frá Hvítá eins og jafnan gerist þegar líða tekur á september.

Fram kom hjá Esther að ballið hafi hafist í gær þegar að 30 laxar veiddust á svæði I og II. Á sama tíma var Árni Baldursson, leigutaki árinnar, á svæði III í gær og landaði fimm löxum.

Þá væru í heildina komnir um 180 laxar á land af efsta svæðinu og þar hefðu verið að veiðast talsvert af stórum fiski síðustu daga. Síðasti dagur tímabilsins væri þar í dag, en á neðri veiðisvæðunum verður veitt fram á laugardag.

Fyrir um viku síðan voru komnir í heildina 380 laxar af öllum svæðum árinar, en sumarið 2016 var heildarveiðin 620 laxa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert