Lokatölur úr Mývatnssveit

Frá Laxá í Mývatnssveit.
Frá Laxá í Mývatnssveit. svfr.is

Á vefsíðu Stangveiðifélags Reykjavíkur er að finna samantekt og lokatölur af urriðasvæðinu í Laxá í Mývatnssveit.

Fram kemur að samtals hafi verið skráðir 3.284 urriðar á svæðinu en heimilt er að veiða á allt að 14 stangir á dag. Um helmingur aflans voru fiskar sem voru stærri en 50 cm og þá var 181 urriði stærri en 60 cm. Tveir stærstu urriðarnir sem komu á land voru 70 cm sem veiddust annars vegar í Geldingaey og hinn fyrir landi Arnarvatns.

Aflasælasta svæðið var á Helluvaði þar sem 723 urriðar komu á land. Það var mál manna sem veiddu í Mývatnssveitinni í sumar að fiskurinn hafi verið sérstaklega vel haldinn sem veit á gott fyrir næstu sumur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert