Ráðstefna um veiðistjórnun

Ófleygar heiðagæsir með unga. Heiðagæsin er nú í sögulegu hámarki …
Ófleygar heiðagæsir með unga. Heiðagæsin er nú í sögulegu hámarki hér á landi og telur stofninn rúma hálfa milljón fugla. na.is

Umhverfisstofnun mun standa fyrir ráðstefnu föstudaginn 24. nóvember á Grand hótel Reykjavík á milli klukkan 13:00 og 17:00 sem ber yfirskriftina: Veiðistjórn í sátt við samfélag og náttúru.

Greint er frá þessu inn á vef Umhverfisstofnunnar þar sem fram kemur að leiðarljós ráðstefnunnar verði veiðistjórnun í sátt við samfélagið þannig að allir geti upplifað og notið villtrar náttúru. Kynnt verður stefnumótunarvinna við veiðistjórnun í Svíþjóð og farið yfir stjórnunaráætlanir varðandi gæsir í Evrópu, þar sem sérstaklega er horft til heiðagæsa.

Ráðstefnan fer fram á ensku og verður lagður umræðugrunnur fyrir vinnu við sambærilega stefnumótun hér á landi.

Hægt er að kynna sér dagskrá ráðstefnunnar hér.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert