Fagfólkið

Fjölmargir frábærir starfskraftar vinna góð og skapandi störf hér á landi þar sem verkvitið skiptir höfuðmáli. Á næstu mánuðum mun Morgunblaðið og mbl.is í samstarfi við Samtök Iðnaðarins fjalla um fólk um allt land sem vinnur störf af þessu tagi. Í stuttum og áhugaverðum þáttum á mbl.is verður skyggnst inn í líf þess þar sem áhorfendur fá að kynnast áhugamálum þess og störfum. Fólkið er jafn ólíkt og það er margt og störfin líka.

Stefnir á EM í MMA með Mjölni

8.12.2016 Rennismiðurinn Pawel Uscilowski starfar hjá Össuri þar sem hann smíðar íhluti fyrir stoðtæki fyrirtækisins. Eftir vinnu lýkur eyðir hann flestum stundum við æfingar í Mjölni en markmið hans eru að verða Íslandsmeistari í hnefaleikum og að keppa á EM fyrir Íslands hönd í blönduðum bardagaíþróttum. Meira »

„Ekkert mál fyrir Stjána-Stál“

1.12.2016 „Þetta er tuttugasta árið mitt og mér líður mjög vel hérna,“ segir Kristján Magnús Karlsson starfsmaður hjá Vífilfelli. Hann gegnir ýmsum störfum á lagernum, fylgist með framleiðslunni á færiböndunum og grípur inní fari eitthvað úrskeiðis. Kristján er með þroskahömlun og hefur unnið til verðlauna á Ólympíuleikum fatlaðra. Meira »

Gefur mikið að vinna í lýsinu

24.11.2016 Frá því að hann var unglingur hefur Bæring Jóhann Björgvinsson unnið með rafmagn. Nú starfar hann sem rafmagnsiðnfræðingur hjá Lýsi þar sem hann segist kljást við ólíkar áskoranir á degi hverjum. Hann segir það gefa mikið að starfa við framleiðslu á vörum sem hann hafi trú á. Meira »

Rannsóknir eru eins og listirnar

17.11.2016 „Maður þarf dálítið að vera eins og listamaður, ef þú ætlar að birta niðurstöður þá þarftu að vera með eitthvað nýtt. Þú getur ekki endurtekið það sem aðrir hafa gert og að því leytinu til er þetta mjög skapandi starf,“ segir Halldór Svavarsson, dósent í eðlisfræði við HR, um rannsóknarstörfin. Meira »

Myntbreyta

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK

Hvað borðar þú mikið af súkkulaði?

10.11.2016 „Ég er yfirleitt spurður að því hvað ég borði mikið af súkkulaði og hvort ég geri eitthvað annað,“ segir súkkulaðigerðarmaðurinn Hjalti Lýðsson um viðbrögð fólks þegar það heyrir hvað hann geri. Starfstitillinn kveiki gjarnan áhuga fólks enda séu þeir ekki margir sem kunni ekki að meta súkkulaði. Meira »

Paradís veiðimannsins fyrir austan

27.10.2016 Rafmagnsverkfræðingurinn Einar Andresson er mikill áhugamaður um veiði. Hann býr á Egilsstöðum og er því vel staðsettur til að sinna áhugamálinu þar sem stutt er í stangveiði, skotveiði af ýmsu tagi og ekki síst á hreindýraveiðar. „Austurland er náttúrulega algjör paradís fyrir þá sem hafa gaman af því að veiða.“ Meira »

„Hérna er tæknin á fremsta hlunni“

13.10.2016 „Hérna er tæknin á fremsta hlunni, þetta er mikill þrýstingur, það er mikill hiti. Við erum með gös sem ekki mega blandast og vökva sem ekki mega blandast í bland við gríðarlegt magn af raforku svo að þetta er virkilega krefjandi,“ segir vélvirkinn Magnús Finnbjörnsson um starfið hjá CRI. Meira »

Við erum mestu mögulegu nördar

29.9.2016 „Við erum verstu nördar sem hægt er að ímynda sér,“ segir Aðalsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri Recon um 4-5 manna spilahóp sem hann tilheyrir og spilar strategísk hernaðarspil. Til að geta spilað áfram eru þeir jafnframt að framleiða tölvuleik sem gerir þeim kleift að spila án þess að heilu sólarhringarnir fari í það. Meira »

Konum í álverinu fjölgar

3.11.2016 Þegar Rebekka Rán Egilsdóttir sem starfar sem leiðtogi í álveri Fjarðaáls byrjaði að vinna þar fyrir rúmum áratug voru karlar í miklum meirihluta á vinnustaðnum. Síðan þá hefur hlutfallið jafnast og Rebekka sem starfar sem leiðtogi í um 20 manna hóp segir konur vera 8 talsins í honum. Meira »

Í mótorsportinu það sem eftir er

21.10.2016 „Þetta gerir maður á meðan maður stendur í lappirnar,“ segir rennismiðurinn Márus Daníelsson um áhugamálið sem er mótorsport af ýmsu tagi. Það sé líka stór hluti af áhugamálinu að gera við og betrumbæta hjólin: að smíða íhluti og prófa þá síðan og meta hvort þeir hafi heppnast eða ekki. Meira »

Byrjaði níu ára í uppvaskinu

5.10.2016 „Ég held að ég hafi byrjað níu ára í uppvaskinu og hef unnið hér samfleytt í 12 ár,“ segir Fanný Axelsdóttir sem starfar hjá fjölskyldufyrirtækinu Skólamat. Hún segir eitt það skemmtilegasta við starfið vera að ræða við krakka um skoðanir þeirra á matnum, sem geti verið fjölbreyttar og sterkar. Meira »

Hent úr skólanum fyrir að vera of lengi

22.9.2016 „Það var í fyrsta skipti sem mér var hent út úr skólanum af því að klukkan var að verða of margt. Það var svo gaman að klippa,“ segir Eyrún Helga sem starfar sem klippari hjá Símanum en er líka með dellu fyrir Disney-húðflúrum og Model-fitness. Meira »