Segir ástand gengismála óviðunandi

Erlendur Hjaltason, forstjóri Exista og formaður Viðskiptaráðs, sagði í setningarræðu Viðskiptaþings 2007 að það yrði ekki unað við núverandi ástand gengismála mikið lengur. Hann sagði að svo virtist, sem sum fyrirtæki hafi gefist upp á krónunni og geri upp og skrái sig í evrum eða annarri mynt.

„Við verðum að standa fyrir opinni og upplýstri umræðu um þessi mál á næstunni. Núverandi ástand er ótækt en lausnirnar eru ekki augljósar,“ sagði Erlendur.

Þá sagði hann að upptaka evru þyrfti helst að fara fram samhliða inngöngu í Evrópusambandið. Innganga í ESB yrði hinsvegar að ýmsu leiti afturför enda byggi Ísland við meira viðskiptafrelsi og betra skattkerfi en víðast hvar í ESB. „Sem dæmi um forsjárhyggju sem viðgengst í Evrópusambandinu má nefna að það hefur nú bannað notkun stiga í fyrirtækjum. Húsverðir þurfa því t.d. að reisa vinnupalla þegar þeir„ skipta um ljósaperur, en mega ekki nota stiga," sagði Erlendur.

Erlendur fjallaði einnig í ræðu sinni um hvalveiðar og sagðist telja það misráðna ákvörðun, að hefja aftur hvalveiðar í atvinnuskyni. „Ástæður þessa eru þær helstar að það er alls ekki samstaða um það í heiminum að hvalveiðar séu réttlætanlegar. Með því að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni erum við að storka umhverfinu með þeim hætti að það getur skaðað íslenska hagsmuni mun meira en sem nemur þeim ávinningi sem af hvalveiðum hlýst,“ sagði Erlendur.

Sú neikvæða ímynd sem Ísland fær af hvalveiðum getur sett sumt af því sem gert hefur verið í uppnám. Skemmt fyrir því sem unnið hefur verið á síðastliðnum árum eða þrýst íslenskum útrásarfyrirtækjum til að hætta að tengja fyrirtækin við 5 Viðskiptaþing 2007 Endanlegt Ræða formanns Ísland og þar með afneita eigin uppruna. Það er ekki sú leið sem við eigum að fara. Við eigum að vera stolt af uppruna okkar og nýta það sem hér er sérstakt. Ræða Erlendar í heild

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK