Upplag dagblaða í heiminum hefur farið vaxandi síðustu ár

Upplag dagblaða í heiminum hefur aukist um 10% á fimm ára tímabili til ársins 2005, að því er kemur fram í skýrslu, sem Alþjóðasamband dagblaða sendi frá sér í dag. Alls voru 10.104 áskriftardagblöð gefin út í heiminum árið 2005, sem er met og aukning um 13% frá árinu 2001.

Samtökin segja niðurstöðuna merkilega og hún sýni að dagblöð hafi haldið stöðu sinni þrátt fyrir samkeppni frá öðrum tegundum fjölmiðla.

Í rannsókninni kemur einnig fram, að auglýsingatekjur dagblaða séu meiri en tekjur af auglýsingum í útvarpi, tímaritum, á netinu, í kvikmyndahúsum og á opinberum auglýsingaspjöldum samanlagt.

Upplag allra dagblaða, bæði fríblaða og áskriftardagblaða, jókst um 9,95% á fimm ára tímabili til ársins 2005 og um 2,46% milli áranna 2004 og 2005. Þá meira en tvöfaldaðist upplag fríblaða milli áranna 2001 og 2005, eða úr 12 milljónum í 28 milljónir. Í Evrópu jókst upplag blaða um 14,25% á tímabilinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK