Hagnaður Sampo 1.353 milljónir evra árið 2006

Hagnaður finnska tryggingafélagið Sampo, sem Exista á 15,48% í, nam 241 milljón evra, 24,1 milljarðs króna hagnaði á fjórða ársfjórðungi og var afkoman lítillega yfir væntingum. Hagnaður alls ársins 2006 nam 1.353 milljónum evra og arðsemi eigin fjár var 22,6%.

Sampo seldi bankastarfsemi sína til Danske Bank í nóvember á síðasta ári en rekstraráhrif sölunnar koma fram á fyrsta ársfjórðungi 2007, að því er segir í Morgunkorni Glitnis. Söluandvirðið nam 4.050 milljónir evra og var greitt með reiðufé. Söluhagnaður vegna þessa nam 2,9 milljörðum evra (257 ma.kr.) og mun hafa áhrif á afkomu Exista á fyrsta ársfjórðungi þar sem Exista mun framvegis færa hlutdeild í afkomu Sampo en ekki gengismun vegna breytinga á markaðsgengi Sampo.

Exista fær greiddan arð upp á 9,6 milljarða króna

Hlutdeild Exista í téðum söluhagnaði er því um 40 ma.kr. en rekstrarleg áhrif eru eingöngu bókhaldsleg en ekki sjóðstreymisleg. Exista mun þó eins og aðrir hluthafar Sampo fá greiddan arð vegna ársins 2006 upp á 1,2 evrur á hlut eða samtals um 9,6 milljarða króna.

Fram kemur í fréttatilkynningu frá Sampo að stjórnendur eru bjartsýnir á árið 2007 enda er tryggingastarfsemi félagsins arðsöm. Þá hefur félagið umtalsverða fjármuni til reiðu til að takast á við sveiflur á mörkuðum. Greining telur líklegt að Sampo ásamt Exista og Kaupþingi muni leika stórt hlutverk í væntanlegum hræringum á norrænum fjármálamörkuðum á þessu ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK