Lagt til að stjórnarformaður FL Group fái greiddar 700 þúsund krónur á mánuði

mbl.is

Stjórn FL Group mun leggja fram tillögu á aðalfundi félagsins þann 22. febrúar nk. að stjórnarformaður félagsins fái greiddar 700 þúsund krónur á mánuði en varaformaður stjórnar fái 500 þúsund krónur á mánuði. Aðrir stjórnarmenn fái 350 þúsund krónur.

Samkvæmt tillögu stjórnar verði varamönnum greiddar 100.000 krónur fyrir hvern setinn fund. Stjórnarmenn skulu fá fasta þóknun fyrir hvern fund sem þeir sitja í undirnefndum stjórnar og skal sú þóknun vera kr. 200.000 til handa formönnum nefnda fyrir hvern fund en kr. 100.000 til handa öðrum nefndarmönnum. Þóknun fyrir fundasetu í undirnefndum á tímabilinu skal þó ekki vera hærri en kr. 1.200.000 fyrir formann nefndar og kr. 600.000 fyrir aðra nefndarmenn.

Stjórn FL Group hf. gerir að tillögu sinni að, aðalfundur haldinn 22. febrúar 2007, samþykki að greiddur verði 193% arður af útistandandi hlutafé (þ.e. kr. 1,93 á hlut), sem samsvarar 15 milljörðum króna. Þetta er 33,7% af hagnaði félagsins eftir skatta 2006. Arðurinn greiðist hluthöfum með peningum þann 4. apríl 2007 vaxtalaus. Rétt til arðs eiga þeir sem eiga hlutabréf í félaginu í lok viðskipta á aðalfundadegi. Arðleysisdagur er því dagurinn eftir aðalfund 23. febrúar 2007.

Tillaga stjórnar um kauprétti á hlutabréfum til starfsmanna og um Starfskjarastefnu FL Group hf. lögð fram til samþykktar á aðalfundi.

„FL Group hf. leggur ríka áherslu á að félagið geti ráðið til sín öfluga starfsmenn og haldið lykilstarfsmönnum til að tryggja áframhaldandi vöxt á alþjóðamarkaði og viðunandi ávöxtun eigin fjár.

Í þessum tilgangi hefur félagið gert samninga við starfsmenn sem gerir þeim kleift að kaupa hluti í félaginu og jafnframt gefið út og endurnýjað kauprétti sem miðast við að nýtingarverð kauprétta skuli ætíð samsvara markaðsvirði á þeim degi sem rétturinn er veittur og verður virkur.

Við framkvæmd á framangreindu markmiði félagsins geta kaupréttir starfsmanna á hverjum tíma numið í heild allt að 9% af útgefnu hlutafé félagsins eins og það er hverju sinni. Kaupverð (kaupréttargengi) skal samsvara markaðsvirði á þeim degi sem rétturinn er veittur og verður virkur.

Starfskjarastefna FL Group byggir á almennum sjónarmiðum um góða stjórnarhætti fyrirtækja og framangreindum sjónarmiðum um vöxt félagsins og ávöxtun eigin fjár. Stjórn FL Group hefur samþykkt eftirfarandi starfskjarastefnu fyrir félagið með vísan til 79. gr. A í lögum nr. 2/1995, um hlutafélög.

Stjórnarmenn fá greidda fasta þóknun fyrir störf sín. Þóknun stjórnarmanna og varamanna jafnt fyrir almenn stjórnarstörf og störf í undirnefndum skal ákveðin á aðalfundi félagsins fyrir tímabilið frá aðalfundi til næsta aðalfundar.

Heimilt er að ráða stjórnarmenn til sérstakra verkefna fyrir félagið umfram hefðbundin stjórnarstörf og greiða fyrir slík störf samkvæmt sérstökum samningi sem skal samþykktur af stjórn félagsins.

Starfskjör forstjóra FL Group skulu grundvallast á skriflegum ráðningarsamningi. Taka starfskjörin m.a. mið af ábyrgð og eðli starfans í ljósi stærðar og umsvifa félagsins, þeim starfskjörum sem almennt gerast á fjármálamörkuðum í þeim löndum sem starfar í og þeim árangri sem félagið nær.

Starfskjör forstjóra geta verið samansett af föstum launum, árangurstengdum greiðslum í reiðufé og hlutabréfum, kaupréttum, skuldabréfum með breytirétti, lífeyrisréttindum og eftir atvikum eftirlaunaréttindum og starfslokagreiðslum Starfskjör annarra lykil­stjórnenda skulu í meginatriðum lúta sömu reglum eftir því sem ástæða þykir til.

Á aðalfundi félagsins skulu hluthafar upplýstir um heildarfjárhæð greiddra launa til stjórnarmanna og forstjóra á liðnu starfsári; föst laun þeirra, fjárhæð árangurstengdra launa, greiðslur í formi hlutabréfa, kauprétta, forkaupsréttar, greiðslur frá öðrum félögum í samstæðu félagsins og starfslokagreiðslur," að því er segir í tillögu stjórnar fyrir aðalfund FL Group.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK