Kögun tapaði 983 milljónum í fyrra

Tap Kögunar, dótturfélags Teymis, nam 983 milljónum króna á síðasta ári en árið 2005 var fyrirtækið rekið með 635 milljón króna hagnaði. Um er að ræða samstæðureikning félagsins og dótturfélaga þess, Verk- og kerfisfræðistofunnar hf., Kögurness ehf., Skýrr hf. og Teymi ehf, en rekstur EJS hf er innan samstæðu Skýrr hf frá 1. mars 2006.

Rekstur dótturfélaga Kögunar hf sem voru innan samstæðu Kögunar fram að skiptingu félagsins sem átti sér stað 1. september 2006 er færður sem aflögð starfsemi og er afkoma og efnhagur þeirra sérgreindur sem slíkur í reikningi félagsins. Þau félög sem falla undir aflagða starfsemi eru HugurAx hf., Landsteinar Strengur hf., Opin Kerfi Group Holding ehf., Hands ASA í Noregi og SCS Inc. í Bandaríkjunum.

Í tilkynningu kemur fram að rekstur Kögunarsamstæðunnar á árinu 2006 einkenndist af miklum breytingum í kjölfar kaupa Dagsbrúnar á meirihluta félagsins á fyrri hluta ársins og afskráningu félagsins úr Kauphöll Íslands í maí 2006.

Eins og fram kom í frétt sem birt var í fréttakerfi Kauphallar Íslands þann 12. september sl. þá sameinaðist Kögun hf. Skoðun ehf. og var Kögun hf. í kjölfarið skipt í tvö félög þ.e. Kögun hf. og Hands Holding hf. Nokkur einskiptiskostnaður myndaðist við þessar aðgerðir og bera afkomutölur þess vitni. Rekstraráætlanir hafa hinsvegar gengið að mestu leyti eftir og eru stjórnendur Kögunar ánægðir með rekstarniðurstöðu ársins, samkvæmt tilkynningu.

Samstæða Kögunar hf. samanstendur í dag af fjórum félögum þ.e. Kögun hf., Skýrr hf., EJS, hf, og Eskli hf. Á síðasta ári og það sem af er liðið árinu 2007 hafa þær breytingar orðið helstar að Verk- og Kerfisfræðistofan hf. og Kögurnes hf. hafa sameinast Kögun hf. Skýrr hf og Teymi ehf sameinuðust á síðasta ári.

EJS hf. færðist úr því að vera dótturfélag Skýrr hf yfir í dótturfélag Kögunar hf og Eskill hf færðist úr því að vera dótturfélag EJS hf. yfir í að vera dótturfélag Kögunar hf. Kögurnes ehf, Skýrr hf. og EJS hf. seldu allar fasteignir sínar undir árslok 2006 og nam söluhagnaður vegna þeirra liðlega 750 mkr. Kögun hf. er hluti af samstæðu Teymi hf. sem er skráð í Kauphöll Íslands.

Tilkynning til Kauphallar Íslands

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK