Nærri 149 milljarða halli á vöruskiptum árið 2006

mbl.is

Allt árið 2006 voru fluttar út vörur fyrir 242,7 milljarða króna en inn fyrir 391,3 milljarða króna, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Halli var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 148,6 milljörðum en á sama tíma árið áður voru þau óhagstæð um 105,7 milljarða á sama gengi. Vöruskiptajöfnuðurinn var því 42,9 milljörðum króna lakari árið 2006 en árið 2005.

Í desembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 20,1 milljarð króna og inn fyrir 33,3 milljarða króna. Vöruskiptin í desember, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 13,1 milljarð króna. Í desember 2005 voru vöruskiptin óhagstæð um 11,2 milljarða króna á sama gengi.

Allt árið 2006 var heildarverðmæti vöruútflutnings 25,5 milljörðum eða 11,7% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 51,3% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 1% (1,2 milljörðum) meira en á sama tíma árið áður.

Stærstu liðir útfluttra sjávarafurða voru fryst fiskflök, ferskur fiskur og saltaður og/eða þurrkaður fiskur. Útflutningur á ferskum fiski og fyrstum flökum jókst en á móti kom samdráttur í útflutningi á frystri rækju. Útfluttar iðnaðarvörur voru 38% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 24,6% (18,4 milljörðum) meira en árið áður. Ál vó þyngst í útflutningi iðnaðarvöru. Aukningu útfluttra iðnaðarvara má einna helst rekja til aukins útflutnings á áli. Sala á skipum og flugvélum jókst umtalsvert á árinu.

Heildarverðmæti vöruinnflutnings árið 2006 var 68,4 milljörðum eða 21,2% meira á föstu gengi en árið áður. Stærstu liðir innflutnings 2006 voru hrá- og rekstrarvara með 24,8% hlutdeild, fjárfestingarvara með 24,6% hlutdeild og flutningatæki með 21,3% hlutdeild. Aukning var í flestum liðum innflutnings. Af einstökum liðum varð mest aukning, í krónum talið, í innflutningi á fjárfestingavöru, 28,4% (21,3 milljarðar), hrá- og rekstrarvöru 25,4% (19,6 milljarðar) og flutningatækjum 28,3% (18,4 milljarðar), sérstaklega flugvélum en á móti kom samdráttur í innflutningi á fólksbílum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK