Eru Færeyjar til sölu?

Frá Tinganes í Þórshöfn.
Frá Tinganes í Þórshöfn. mbl.is/Dagur

Á aðalfundi Føroya banki sem haldinn verður klukkan 9.30 verða kynntar áætlanir um að einkavæða bankann. Meiningin er að selja hluti í honum í nokkrum þrepum og einhver takmörk verða sett á eignahlut kaupenda til að koma í veg fyrir að bankinn verði keyptur í heilu lagi af einum aðila t.d. öðrum banka. Hann mun verða skráður í tveim Kauphöllum, á Íslandi og Danmörku.

Fjögur opinber fyrirtæki einkavædd í Færeyjum
Uppi eru áætlanir um að selja þrjú önnur fyrirtæki í eigu ríkisins á næstu tveimur árum eða svo, Føroya Lívstrygging (Liv), Atlantic Airways og Føroya tele.

En af hverju er verið að selja Føroya banka núna? „Það er vegna þess að nú er búið að ræða nógu lengi um það og það hefur náðst pólitísk samstaða um að selja hann núna, það er uppgangur í færeysku efnahagslífi og því ættum við að fá hærra verð fyrir hann," sagði Barður Nielsen fjármálaráðherra Færeyja í samtali við Fréttavef Morgunblaðsins í gær.

Danske Bank hefur ekki áhuga
Færeyska útvarpið skýrði frá því að Danske Bank hafi engan áhuga á að fjárfesta í Føroya banki. „Þeir hafa ekki góða reynslu af að fjárfesta í Færeyjum og hafa hreint ekki gleymt því," sagði Nielsen og vísaði þar í kreppuna sem Færeyjar gengu í gegnum í kringum 1992.

En eru þá Færeyjar til sölu? „Nei, það máttu ekki segja, sérstaklega ekki á Íslandi," sagði Nielsen. „Þá lendi ég í vanda, því það er mikið rætt um það að Íslendingar séu að kaupa allt upp, ekki bara hér í Færeyjum en líka í Danmörku og menn eru örlítið smeykir um að Íslendingar kaupi allt heila klabbið og því eru settir forvarar í lögum um einkavæðinguna um að ekki verði hægt að selja allt einum aðila," sagði Nielsen að lokum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka