Orkuveitan setur allt að 2 milljarða í Reykjavík Energy Invest

Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur
Húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur mbl.is/Sverrir

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur hefur ákveðið að leggja allt að tveimur milljörðum króna til nýs útrásarfyrirtækis orkuþekkingar – Reykjavik Energy Invest. Auk nýs hlutafjár verða eignarhlutir Orkuveitu Reykjavíkur í Enex, Enex Kína og öðrum útrásarfyrirtækjum lagðir inn í nýja félagið. Reykjavik Energy Invest er alfarið í eigu Orkuveitunnar.

Guðlaugur Þór Þórðarson, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, segir í fréttatilkynningu markmiðið að viðhalda forystu fyrirtækisins í útflutningi þekkingar á umhverfisvænni nýtingu orkulinda, sérstaklega jarðhitans.

Guðlaugur Þór segir ennfremur í fréttatilkynningu að rétt þyki, þar sem útrásin verði sífellt umfangsmeiri, að hafa hana í sérstöku hlutafélagi þar sem ábyrgð er takmörkuð og eigendur Orkuveitunnar því ekki í beinni ábyrgð fyrir öllum útrásarverkefnum. Hann bendir einnig á að með hlutafélagsforminu sé hægt að taka samstarfsaðila beint inn í félagið.

Orkuveita Reykjavíkur á um fjórðungshlut í Enex og á þriðjung í Enex-Kína. Þá er Orkuveitan einnig þátttakandi í nokkrum verkefnum sem verið er að skoða erlendis.

Hlutafé verður greitt inn til félagsins á næstu misserum eftir því sem starfsemin og verkefni þróast.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK