Útilokar ekki aðgerðir vegna stjórnunartengsla

Samkeppniseftirlitið segist ekki útiloka, að gripið verði til aðgerða síðar vegna stjórnunartengsla sem eru fyrir hendi í Byr sparisjóði við önnur fjármálafyrirtæki. Stofnunin gerir hins vegar ekki athugasemdir við samruna Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar undir nafni Byrs.

Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir, að aðilar tengdir FL-Group séu meðal hluthafa Byrs. Magnús Ármann, einn stjórnarmanna Byrs sé jafnframt stjórnarmaður í FL-Group ásamt því að vera hluthafi í félögunum. FL-Group og og tengdir aðilar ráði yfir töluverðum fjölda hlutabréfa í Glitni banka og sitji stjórnarformaður, forstjóri og aðstoðarforstjóri FL-Group í stjórn Glitnis. Jafnframt sitji framkvæmdastjóri MP fjárfestingarbanka, Styrmir Þór Bragason, í stjórn Byrs og sömuleiðis Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarmaður í bankanum.

Samkeppniseftirlitið segir, að starfsemi Byrs sparisjóðs skarist að verulegu leyti við starfsemi Glitnis. Þessi fyrirtæki séu þannig keppinautar m.a. í viðskiptabankaþjónustu. Minni skörun sé við starfsemi MP fjárfestingarbanka.

Samkeppniseftirlitið segist ekki hafa fengið tilkynningu um það að FL-Group og/eða félög tengd FL-Group hafi náð virkum yfirráðum yfir Glitni. Á þessu stigi sé því ekki ástæða til að ætla að umræddur samruni SPV og SPH feli einnig í sér samruna við Glitni. Aftur á móti sé það í verkahring Samkeppniseftirlitsins að kanna stjórnunar- og eignatengsl á milli fyrirtækja, m.a. með það í huga, að stjórnunar- og eignatengsl milli keppinauta á fákeppnismörkuðum geti haft mjög skaðleg áhrif á samkeppni og kallað á sérstakar aðgerðir yfirvalda. Því geti umrædd stjórnunartengsl, sem séu fyrir hendi í Byr sparisjóði við önnur fjármálafyrirtæki gert það að verkum að ástæða sé til þess að hefja rannsókn á samkeppnislegum áhrifum þeirra. Til slíkra álitaefna hefur Samkeppniseftirlitið þó ekki tekið afstöðu að svo stöddu.

Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK