FT segir frá dómnum í Baugsmálinu

Erlendir fjölmiðlar hafa lítið sem ekkert fjallað um dóminn í Baugsmálinu í gær. Blaðið Financial Times gerir honum að vísu skil í dag og segir að Jón Ásgeir Jóhannesson, stofnandi og forstjóri Baugs, hafi fengið þriggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að rangfærslur í bókhaldi, tengdar kreditnótu upp á 589 þúsund dali.

Blaðið segir að saksóknurum hafi tekist að sýna fram á, að kreditnótan hafi verið notuð til að fegra afkomu Baugs árið 2001 þegar fyrirtækið var enn almenningshlutafélag. Verjendur Jóns Ásgeirs undirbúi áfrýjun málsins.

Haft er eftir ónefndum talsmanni Jóns Ásgeirs, að hann njóti óskoraðs traust Baugs og haldi fram sakleysi sínu. „Varðandi Baug þá gengur allt þar sinn vanagang," segir talsmaðurinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK