Tetzchner sagður hafa rekið stjórn Opera til að komast hjá brottrekstri

Jón Stephensson von Tetzchner.
Jón Stephensson von Tetzchner. mbl.is

Norska blaðið Dagens Næringsliv segir að stofnandi og forstjóri Opera Software, Jón S. Tetzchner, hafi naumlega komist hjá því að verða rekinn úr starfi með því að skipta um stjórnarmenn í fyrirtækinu. Stjórnin hafi viljað skipta um forstjóra vegna megnrar óánægju hluthafa með mikinn taprekstur.

Þótt hlutabréf í Opera hafi hækkað í síðustu viku hafa þau lækkað um meira en 60% síðan verð þeirra var hæst í mars í fyrra. Fregnir herma að hluthafar séu orðnir óþreyjufullir eftir jákvæðum afkomutölum.

Mun uppreisnarandi meðal hluthafa hafa orðið til þess að stjórnarformaðurinn, Nils A. Fodal, og þrír aðrir stjórnarmenn, voru fylgjandi forstjóraskiptum.

Dagens Næringsliv segir að Tetzchner, sem á sjálfur um 15% í fyrirtækinu, hafi brugðist við með því að fá ekkju meðstofnanda síns og aðra lykilhluthafa í lið með sér og reka stjórnarmennina með því að ráða aðra í staðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK