Hlutfallslega flestir milljónamæringar í Noregi

Milljónamæringar eru hlutfallslega flestir í Noregi, ef miðað er við lönd af sambærilegri stærð og eignir mældar í dölum. Þetta er niðurstaða úttektar sem ráðgjafarfyrirtækin CapGemini og Merrill Lynch hafa gert. Samkvæmt úttektinni á einn af hverjum 86 Norðmönnum eignir sem meta má til 1 milljónar dala eða meira, jafnvirði um 61 milljónar króna.

Finansavisen í Noregi segir, að þetta þýði að 54.810 Norðmenn eru milljónamæringar, nærri 6500 fleiri en í Svíþjóð þótt Svíar séu nærri tvöfald fleiri en Norðmenn.

Norskum milljónamæringum fjölgaði um 9,7% á síðasta ári sem er einnig meira en meðaltalið í heiminum.

CapGemini segir ástæðuna fyrir því hvað Norðmenn auðgist hratt sé styrk staða norska hagkerfisins og bullandi gangur í norsku kauphöllinni. Flestir norsku milljónamæringarnir hafa auðgast á hlutabréfa- eða fasteignaviðskiptum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK