Eyjamenn framlengja yfirtökutilboð í Vinnslustöðina

Vinnslustöðin Vestmannaeyjum
Vinnslustöðin Vestmannaeyjum mbl.is/ÞÖK

Félagið Eyjamenn ehf., sem ræður yfir rúmlega helmingi hlutabréfa í Vinnslustöðinni, hefur ákveðið að framlengja yfirtökutilboð sitt í Vinnslustöðina til 20. ágúst.

Í tilkynningu til kauphallar kemur fram að vegna tilkynningar í fréttakerfi OMX Norrænu kauphallarinnar Íslandi 20. júlí sl. um framlengingu á tilboði Stillu eignarhaldsfélags ehf. hefur stjórn Eyjamanna ehf. ákveðið að framlengja gildistíma yfirtökutilboðs Eyjamanna ehf. til samræmis við hinn nýja gildistíma samkeppnistilboðsins.

Gildistíma yfirtökutilboðs Eyjamanna lýkur því kl. 16:00 mánudaginn 20. ágúst nk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK