Fyrsta Airbus A380 vélin afhent í dag

Airbus A380 þota
Airbus A380 þota Reuters

Flugvélaframleiðandinn Airbus mun afhenda Singapore Airlines fyrstu fullkláruðu A380 risavélina í dag, 18 mánuðum eftir áætlun. Smíði vélarinnar, sem ætlað er að taka 800 farþega, hefur tafist mikið og hefur kostnaður farið langt fram úr áætlun.

Til að varpa frekari skugga á málið hafa yfirmenn móðurfélags Airbus, EADS, verið sakaðir um innherjasvik.

Thomas Enders, framkvæmdastjóri EADS, segir að helsta áskorun fyrirtækisins verði enn það hvort Airbus nái að afhenda vélar á réttum tíma.

Enders og fleiri yfirmenn hafa verið undir smásjánni vegna þáttar þeirra í sölu á hlutabréfum í EADS áður en það var tilkynnt í júní í fyrra að A380 vélin myndi tefjast, en þær fréttir urðu til þess að hlutabréf í fyrirtækinu féllu í verði.

Franskir saksóknarar rannsaka nú málið en Enders, auk annarra hátt settra yfirmanna og eigenda hafa allir neitað sök.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK