Gengið frá kaupum Frosta Bergssonar á Opnum kerfum

Þorsteinn og Frosti
Þorsteinn og Frosti

OK2 ehf., eignarhaldsfélag í eigu Frosta Bergssonar, hefur keypt Opin kerfi ehf. af Opin Kerfi Group hf. Frosti var einn af stofnendum Opinna kerfa árið 1984 sem þá hét HP á Íslandi og var rekið sem dótturfélag Hewlett-Packard frá Danmörku. Nafni félagsins var breytt í Opin kerfi árið 1995 þegar HP seldi öll sín hlutabréf og árið 1997 var félagið skráð í Kauphöll Íslands.

Árið 2004 keypti Kögun öll hlutabréf í félaginu af Frosta Bergssyni og öðrum hluthöfum. Nú eftir kaupin er félagið 100% í eigu Frosta Bergssonar.

Framkvæmdastjórn félagsins er óbreytt en hana skipa: Þorsteinn Gunnarsson forstjóri, Gunnar Guðjónsson framkvæmdastjóri ráðgjafar- og þjónustusviðs, Halldóra Matthíasdóttir framkvæmdastjóri sölusviðs og Sverrir Jónsson framkvæmdastjóri heildsölu. Fjármálastjóri er Jón Óskar Þórhallsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK