Hagnaður viðskiptabankanna dregst saman á þriðja ársfjórðungi

Samanlagður hagnaður viðskiptabankanna þriggja: Glitnis, Kaupþings og Landsbankans, nam 120,4 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins. Er þetta aukning um 19,5 milljarða króna frá því á sama tímabili árið 2006 er samanlagður hagnaður þeirra nam 100,9 milljörðum króna. Hins vegar dróst samanlagður hagnaður bankanna þriggja saman á þriðja ársfjórðungi um 15,1 milljarð króna. Í ár nam hagnaðurinn 31,7 milljörðum króna samanborið við 46,8 milljarða á þriðja ársfjórðungi í fyrra.

Hagnaður Glitnis nam 25,25 milljörðun króna á fyrstu níu mánuðum ársins 2007 samanborið við 28,9 milljarða króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður Kaupþings nam 60,2 milljörðum króna samanborið við 45,8 milljarða króna á fyrstu níu mánuðum ársins í fyrra. Hagnaður Landsbankans nam 35 milljörðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 26,2 milljarða króna á sama tímabili í fyrra.

Heildareignir 10.503 milljarðar

Heildareignir bankanna þriggja eru 10.503 milljarðar króna. Heildareignir Glitnis námu 2.767 milljörðum króna þann 30. september sl. samanborið við 2.335 milljarða um áramót. Heildareignir Kaupþings námu 4.889 milljörðum króna í lok september samanborið við 4.055 milljarða í árslok 2006. Heildareignir Landsbankans voru 2.847 milljarðar króna í lok september en voru 2.173 milljarðar í árslok 2006.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK