Vangaveltur um fjármögnun rangar

Sigurður Einarsson (t.v.) og Hreiðar Már Sigurðsson.
Sigurður Einarsson (t.v.) og Hreiðar Már Sigurðsson.

Lausafjárstaða Kaupþings er prýðileg, að sögn Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns bankans, en skuldatryggingarálag bankans hefur áttfaldast frá því í sumarbyrjun.

"Við áttum okkur ekki alveg á því hvers vegna skuldatryggingarálag á Kaupþing er svo hátt sem raun ber vitni," segir Sigurður og sér fyrir sér lækkun álagsins þegar menn fari að átta sig á því hver raunveruleikinn sé. Segir hann vangaveltur greiningardeilda hinna bankanna síðustu daga um óvissu tengda fjármögnun Kaupþings vera rangar. Segir hann lausafjárstöðu bankans mjög góða og enga ástæðu fyrir bankann að fara út á skuldabréfamarkaðinn eins og sakir standa. Bætir hann við að endurfjármögnunarþörf bankans á næsta ári muni nema um 1,7 milljörðum evra sem ekki geti talist mikið og verði ekki allt í einu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK