Ríkasti maður Noregs tapaði 19 milljörðum á einum degi

Tölur í norsku kauphöllinni voru flestar rauðar í gær og þegar yfir lauk var John Frederiksen, sem er einn ríkasti maður Noregs, orðinn 1,7 milljörðum norskra króna fátækari, sem er jafnvirði nærri 19 milljarða íslenskra króna.

Viðskiptablaðið Dagens Næringsliv hefur komist að þessari niðurstöðu með því að reikna út lækkun gengis hlutabréfa, sem Frederiksen á. Meðal þeirra félaga, sem lækkuðu mikið á fimmtudag voru Seadrill, Marine Harvest Group, Frontline, Golden Ocean Group, Deep Sea Supply, Aktiv Kapital, Golar LNG en Ferderiksen er stór hluthafi í þeim öllum. Versta útreið fékk Marine Harvest Group en gengi bréfa þess lækkaði um 16%. Frederiksen á um þriðjungshlut í félaginu.

Dagens Næringsliv segir að Frederiksen ættu þó að geta staðið af sér þetta áfall en samkvæmt nýlegum útreikningum námu eignir hans 55 milljörðum norskra króna, jafnvirði 620 milljarða íslenskra króna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK