Gengi hlutabréfa heldur enn áfram að falla

Ekki SÉR enn til lands í öldurótinu sem er og hefur verið á fjármála- og hlutabréfamörkuðum á undanförnum vikum og mánuðum.

Skellurinn á hlutabréfamarkaðinum hér á Íslandi hefur verið mjög harður og er öll hækkun ársins horfin og raunar gott betur en það; nú er svo komið að fara þarf meira en eitt ár aftur í tímann eða til 5. desember í fyrra til þess að finna lægra gildi á úrvalsvísitölu OMX á Íslandi en hún stendur nú í 6.316 stigum eftir um 2,3% lækkun í gær. Það táknar að úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,5% frá áramótum og um 30% frá því hún var sem hæst í júlí í sumar. Fjármálafyrirtækin vega ákaflega þungt í íslensku úrvalsvísitölunni og það eru einmitt þau sem hafa orðið harðast úti á hlutabréfamörkuðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK