Tókst ekki að kaupa 35% í Vinnslustöð

Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson, stjórnarformaður Ísfélagsins, segir að meginástæða þess að kauprétturinn á bréfum Stillu hafi ekki verið nýttur sé sú að ekki hafi tekist að uppfylla meginskilyrði Ísfélagsins og Kristins ehf. um að auka hlutinn í Vinnslustöðinni í 35%, ekki aðeins að kaupa 32% hlut Stillu og tengdra félaga.

„Við gerðum tilboð í hlut Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja, sem við höfðum góðar vonir um að fá keyptan, en lífeyrissjóðurinn tilkynnti okkur um að hann myndi ekki selja. Í gærkvöldi varð ljóst að við myndum því ekki ná þessu 35% marki, sem var algjört skilyrði af okkar hálfu. Því ákváðum við ekki að fara lengra með málið," segir Gunnlaugur Sævar.

Önnur helstu skilyrði Ísfélagsins og Kristins fyrir nýtingu kaupréttarins voru fjármögnun á kaupunum og samkomulag við stjórnendur Vinnslustöðvarinnar um framtíðarrekstur fyrirtækisins. Gunnlaugur Sævar segir fjármögnunina ekki hafa verið vandamál en hitt hafi verið í vinnslu. Ágætur andi hafi verið í viðræðum við forráðamenn Vinnslustöðvarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK