Spáir því að vextir lækki hraðar en áður var talið

Greiningardeild Kaupþings gerir nú ráð fyrir því að stýrivextir Seðlabankans lækki fyrr og hraðar en fyrri spár gerðu ráð fyrir.

Ástæðan sé áhrif  frá lausafjárþrengingum og lækkun eignaverðs í helstu viðskiptalöndum Íslendinga sem nú þegar hafi valdið lækkunum á helstu eignamörkuðum hérlendis og muni kæla niður hagkerfið á þessu ári.

Ný spá greiningardeildarinnar gerir ráð fyrir því að vaxtalækkunarferlið hefjist á fyrsta fjórðungi þessa árs, líklega á næsta vaxtaákvörðunarfundi í febrúar, og að vextir lækki um 4,5% á árinu. Nákvæm tímasetning á fyrstu vaxtalækkuninni mun þó  velta á því hvað tíðin verði ströng á eignamörkuðum á næstu vikum og mánuðum.

Kaupþing segir að Seðlabankinn gæti mögulega beðið fram að ársfundi sínum í mars eða í apríl með fyrstu lækkun, m.a. til þess að láta verðbólguna njóta vafans. Hvað sem því líði geri Kaupþing ráð fyrir því að vextir verði komnir í 9,25% í árslok en þeir eru nú13,75%. Síðan sé gert ráð fyrir áframhaldandi lækkunarferli fram á árið 2009 þar til vextir nái lágmarki í kringum 6-7% ef spá Greiningardeildar gengur eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka