Ford og Chrysler kynna nýja pallbíla í Detroit

Í nýjum F-150.
Í nýjum F-150. AP

Bæði Ford og Chrysler bílaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum kynna nýjar kynslóðir pallbíla á Alþjóðlegu bílasýningunni í Detroit, sem hefst í dag. Samkeppnin á pallbílamarkaðinum í Bandaríkjunum er hörð, og dregið hefur úr sölu slíkra bíla þar undanfarið ár.

Ford kynnir nýjan F-150 bíl í dag, en bílar af þessari gerð hafa verið mest seldu bílar í Bandaríkjunum undanfarið. Chrysler kynnir nýja kynslóð Dodge Ram, sem hefur verið algjörlega endurhannaður.

Báðir verða þessir bílar kynntir sem 2009 árgerð og koma á almennan markað með haustinu.

Framleiðendurnir vonast til að með þessum endurbættu bílum aukist eftirspurnin, sem dróst verulega saman í fyrra um leið og eftirspurnin á fasteignamarkaðinum og byggingafræmkvæmdir minnkuðu. Sala á pallbílum dróst saman um sex prósent, en bílasala almennt um þrjú prósent.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK