„Frétt Jótlandspóstsins fráleit“

Þórdís Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðla- og tæknisviðs Baugur Group, segir það fráleitt sem fram kemur í Jótlandspóstinum í gær að félagið hafi selt danska fjárfestinum Morten Lund 51% hlut í Dagsbrun Media á 1 danska krónu. Dagsbrun Media er móðurfélag fríblaðsins Nyhedsavisen .

Í fréttinni segir að kaupverðinu fylgi það skilyrði að Baugur fái hlutdeild í þeim hagnaði sem kann að verða af rekstri Nyhedsavisen. „Það er alrangt að nokkrum hafi verið boðið Nyhedsavisen á eina danska krónu,“ segir Þórdís og bætir við að það hafi aldrei staðið til að selja allan hlut Baugs í Nyhedsavisen.

„Við höfum haft úr nokkrum spennandi kostum að velja og völdum þann kost að fá öflugan danskan fjárfesti sem deilir með okkur sameiginlegri framtíðarsýn,“ segir Þórdís.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK