Lækkun í kauphöll 463 milljarðar frá áramótum

Kauphöll Íslands.
Kauphöll Íslands. Árvakur/Ásdís

Úrvalsvísitala íslensku kauphallarinnar lækkaði um 4,5% í viðskiptum gærdagsins og er það þriðja mesta lækkunin í sögu Kauphallarinnar á einum degi. Vísitalan hefur nú alls lækkað um 20,1% frá áramótum og hefur markaðsvirði félaga í Úrvalsvísitölunni lækkað um rúma 463 milljarða króna á þeim tíma.

Mest var lækkunin á bréfum Exista, eða um 11% og er lækkunin rakin til neikvæðrar greiningarskýrslu SEB Enskilda. Sigurður Nordal, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Exista, segir álit greiningarmanns Enskilda illa unnið og rangfærslur í því augljósar.

Greiningardeild Glitnis telur álit sænska bankans ekki að öllu leyti byggt á réttum forsendum, tölur séu tvítaldar og tap af ákveðnum eignum sé ofáætlað. Hins vegar segir Glitnir eiginfjárhlutfall félagsins orðið það lágt að verulega hafi þrengt að félaginu. Ljóst sé að Exista þoli ekki miklar lækkanir á kjarnaeignum sínum til viðbótar.

Markaðsvirði Exista minnkaði um 16,5 milljarða í viðskiptum gærdagsins, en gengi bréfa félagsins hefur lækkað um 41% frá áramótum og markaðsvirði þess um 91,5 milljarða. Hvað lækkun úrvalsvísitölunnar varðar vegur lækkun á gengi bankanna mun þyngra í úrvalsvísitölunni, mest er þó vægi Kaupþings, sem lækkaði um 4,9% í gær og hefur lækkað um 22% á árinu. Hefur markaðsvirði félagsins minnkað um 146,5 milljarða.

Hegðun markaða erlendis var misjöfn, en almennt lækkuðu vísitölur í Evrópu. Bandaríski markaðurinn rétti hins vegar við þegar fréttir bárust af mögulegum björgunaraðgerðum opinberra aðila gagnvart tryggjendum og endurtryggjendum skuldabréfa.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK