Bankarnir bremsa

Þorvaldur Örn Kristmundsson

„Maður er hálfsjokkeraður yfir sinnaskiptum bankanna,“ segir Einar Páll Kjærnested, löggiltur fasteignasali, um skyndilega stefnubreytingu viðskiptabankanna í útlánum til nýbygginga.

Erfiðleikar með að fá lánsfé fyrir stórum nýframkvæmdum eru farnir að koma illa við verktaka, sem margir hverjir hafa þurft að hætta við fyrirhuguð verk. Einnig eru dæmi þess að einstaklingar, sem hafa fengið lánað í áföngum fyrir nýbyggingum, til dæmis fyrir stórum einbýlishúsum, séu nú í vandræðum með að fjármagna síðustu áfanga verkanna.

Einar Páll gagnrýnir bankana fyrir skort á jafnvægi í útlánum. Farið hafi verið of geyst af stað í lánveitingar til húsnæðiskaupa og nú bregðist bankarnir aftur of harkalega við án viðunandi skýringa. „Þetta er eins og að vera í flugvél og sjá ekkert fram fyrir sig, en svo er allt í einu snarhemlað. Þá er mjög gott að fá skýringu frá flugstjóranum á því sem er að gerast.“

Tregða bankanna til að lána til nýframkvæmda stafar annars vegar af spám greiningardeilda um offramboð á nýju húsnæði. „Sá sem fær sér bíltúr í úthverfi Reykjavíkur hlýtur að velta því fyrir sér hverjir eigi að búa í öllu þessu húsnæði,“ segir Elín Sigfúsdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Landsbankans. „Við horfum auðvitað á framboðsþáttinn því við viljum að kúnnar okkar geti selt það sem þeir byggja.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK