Verðbólga í Zimbabwe 66.212%

Verðbólga mælist nú yfir 66 þúsund prósent í Zimbabwe.
Verðbólga mælist nú yfir 66 þúsund prósent í Zimbabwe. Reuters

Verðbólga mældist 66.212% í Zimbabwe í desember en hún þrefaldaðist á milli mánaða, úr 24.470% í nóvember. Þetta kemur fram í opinberum tölum frá Seðlabanka Zimbabwe en óháðir greinendur telja að verðbólgan sé mun meiri í landinu heldur en opinberar tölur segja.

Ríkisrekna dagblaðið Herald greinir frá því í dag að matvæli og óáfengir drykkir hafi hækkað um 79.412% á síðasta ári og að ef matvara er undanskilin við verðbólguútreikninga mælist verðbólgan 58.492%.

Samkvæmt því sem óháðar greiningardeildir segja er nær lagi að verðbólga sé um 150.000% í Zimbabwe. Samkvæmt verðmiðum úr verslunum hefur verð á kjúklingi hækkað um rúmlega 236.000% á einu ári. Egg hafa hækkað um 153.000% á sama tímabili. Hins vegar hefur sykur ekki hækkað „nema" um 64.000% á tímabilinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK