Bandaríkjadalur lækkar eftir ummæli Bernanke

Bandaríkjadalur lækkaði enn frekar gagnvart evru nú síðdegis eftir að Ben Bernanke, Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, greindi frá því á fundi með þingmannanefnd í Washington að útlitið væri ekki gott fyrir bandarískt efnahagslíf næstu vikur og mánuði.

Fór evran í 1,5105 gagnvart Bandaríkjadal og hefur evran aldrei verið hærri gagnvart dal frá stofnun myntbandalags Evrópu 1999. En ummæli virkuðu eins og olía á eld gjaldeyrismiðlara sem telja að með þessu eigi Bernanke við að stýrivextir verði lækkaðir enn frekar á næstunni. Lækkun stýrivaxta getur haft jákvæð áhrif á efnahagslíf viðkomandi lands en um leið þau áhrif að fjárfestar í gjaldeyri flytji sjóði sína til þeirra landa þar sem meiri líkur er á aukinni arðsemi.

Slóvenska evran
Slóvenska evran Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK