Vilja fjóra menn í stjórn Amer Sports

Novator mun sækjast eftir að fá fjóra fulltrúa í stjórn finnska íþróttavöruframleiðandans Amer Sports Corporation en Novator er stærsti hluthafi félagsins með rétt rúmlega 20% hlut. Þetta kom fram í finnskum fjölmiðlum í gær.

Stjórn Amer Sports hefur hinsvegar lagt til að stjórnin haldist óbreytt og að allir núverandi stjórnarmenn sitji áfram, að því er fram kemur í Morgunkorni Glitnis.

Novator hefur farið mikinn í Finnlandi undanfarið en auk þess að vera stærsti hluthafi Amer Sports er Novator einnig stærsti hlutahafi símafélagsins Elisu. Eins og kunnugt er stóð Novator í löngu og ströngu ferli við að koma fulltrúum sínum í stjórn finnska símafélagsins en náði nýlega samkomulagi um að fá tvo fulltrúa í stjórnina. Forvitnilegt verður að fylgjast með hvernig Novator gengur að koma sínum fulltrúum að í Amer Sports. Meðal vörumerkja sem Amer Sports framleiðir eru Salomon, Wilson, Precor, Atomic og Suunto," að því er segir í Morgunkorni Glitnis.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK