Mesta hækkun á Wall Street í sex ár

Mikil hækkun varð á Wall Street í dag eftir að bandaríski seðlabankinn tilkynnti að 200 milljörðum dollara yrði veitt inn á fjármálamarkaðinn til að draga úr erfiðleikum vegna lausafjárerfiðleikanna þar. Dow Jones vísitalan hækkaði um rúm 416 stig, og er þetta mesta hækkun hennar á einum degi síðan í júlí 2002.

Aðgerðir bandaríska seðlabankans eru liður í aðgerðum víða um heim er miða að því að hjálpa bönkum og húsnæðislánaveitendum sem eiga í erfiðleikum. Hafa seðlabankar í Evrópu, Kanada og Sviss samþykkt að taka þátt í aðgerðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK