Air France kaupir Alitalia á útsölu

Reuters

Stjórn ítalska flugfélagsins Alitalia féllst í morgun á kauptilboð frá fransk-hollenska  flugfélaginu Air France-KLM eftir 16 klukkustunda langan fund.

Verðið er 138 milljónir evra, 15 milljarðar króna eða sem svarar til 0,10 evra á hlut. Er það um það bil 81% undir skráðu gengi hlutabréfa fyrirtækisins. Í tilboðinu felst einnig, að Air France-KLM mun leggja Alitalia til milljarð evra í rekstarfé og mun einnig kaupa til baka skuldabréf, sem Alitalia hefur gefið út að fjárhæð 608 milljónir evra.

Ítalska ríkið, sem á 49,9% hlutafjár í Alitalia, reyndi árangurslaust að selja fyrirtækið á síðasta ári. Alitalia hefur verið rekið með tapi undanfarin fimm ár og skuldar nú um 1,2 milljarða evra. 

Þótt tilboði Air France-KLM hafi verið tekið eru kaupin ekki frágengin. Semja þarf við ítölsk verkalýðsfélög, ítalska stjórnin þarf að samþykkja að selja sinn hlut og ítalska kauphöllin og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins verða að leggja blessun sína yfir viðskiptin.

Air France-KLM hefur kynnt áætlun um endurreisn ítalska félagsins. Félagið verður rekin áfram undir eigin nafni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK