Spá 0,5% lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum

Frá Wall Street
Frá Wall Street AP

Greiningardeildir sem Bloomberg fréttastofan leitaði til spá því að Seðlabanki Bandaríkjanna muni lækka stýrivexti um 0,5% á morgun. Í gær tilkynnti Seðlabanki Bandaríkjanna um 0,25% lækkun vaxta til fjármálafyrirtækja og eru þeir nú 3,25%.

Seðlabanki Bandaríkjanna kom að fjármögnun kaupa JP Morgan á Bear Stearns og lagði til 30 milljarða Bandaríkjadala auk þess að ganga í ábyrgðir til að verja JP Morgan tapi komi til þess að eignir Bear Stearns lækki í verði.

Þetta er ein umfangsmesta aðgerð vegna einstaks fyrirtækis sem Seðlabanki Bandaríkjanna hefur nokkurn tímann komið að.  Þá hefur bankinn rýmkað reglur um skammtímalán til fyrirtækja og lengt hámarkstíma þeirra í 90 daga. Þetta er í fyrsta skipti í þrjá áratugi sem Seðlabanki Bandaríkjanna grípur til neyðaraðgerða af þessu tagi um helgi, samkvæmt Morgunkorni Glitnis.

Seðlabanki Bandaríkjanna hefur lækkað stýrivexti sína um 1,25% frá áramótum. Á morgun er næsti vaxtaákvörðunardagur bankans og hljóðar meðalspá greiningaraðila upp á lækkun vaxta um 0,5 prósentustig samkvæmt könnun Bloomberg. Í kjölfar atburða helgarinnar hafa þó líkur á enn meiri lækkun aukist.

Bloomberg reiknar fólgnar líkur á lækkun stýrivaxta út frá verði á valréttarsamningum og framvirkum samningum. Samkvæmt þeim útreikningum eru 20% líkur á 0,50 prósentustiga lækkun, 33% líkur á lækkun um 0,75 prósentustig og 30% fólgnar líkur á lækkun um 1%.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK