Evrópsk hlutabréf hækkuðu

Hlutabréf hækkuðu umtalsvert í verði í evrópskum kauphöllum í dag eftir mikla lækkun undanfarna daga. FTSE hlutabréfavísitalan í Lundúnum hækkaði m.a. um 4,54%, CAC vísitalan í París um 3,42% og DAX vísitalan í Frankfurt um 3,41%. Þá hækkuðu norrænu OMX vísitölurnar um 3% að jafnaði.

Hækkun er einkum rakin til þess, að búist er við að bandaríski seðlabankinn lækki stýrivexti um allt að 1 prósentu í kvöld. Þá hafa milliuppgjör bandarískra fjármálastofnana í dag haft jákvæð áhrif á markaðinn. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK