Olíuverð lækkar

AP

Verð á hráolíu fór niður að 100 dala markinu tunnan í morgun er hækkun á gengi Bandaríkjadals dró úr áhuga fjárfesta á að fjárfesta í olíu. Í síðustu viku fór tunnan af olíu yfir 112 dali en flestir telja skýringuna vera lækkun á gengi Bandaríkjadals þar sem fjárfestar tóku stöðu í olíu gegn dollar og verðbólgu.

Verð á hráolíu til afhendingar í maí lækkaði  um 57 sent í morgun og var 100,29 sent tunnan í viðskiptum í Asíu í morgun. Í gær lækkaði tunnan af olíu um 98 sent í 100,86 dali tunnan.

Í Lundúnum lækkaði tunnan af Brent Norðursjávarolíu um 50 sent í morgun í 99,36 dali tunnan. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK