Sparisjóðir hækka vexti

Peningar
Peningar mbl.is

Sparisjóðirnir hafa hækkað vexti um 0,25% á svonefndum hattalánum, en þessi lán eru hluti af lánasamstarfi Íbúðalánasjóðs og sparisjóðanna. Vaxtahækkun sparisjóðanna kemur í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans, en sparisjóðirnir eru fyrstir fjármálastofnana til að hækka vexti á fasteignalánum.

Sparisjóðirnir bjóða tvenns konar lánamöguleika, með eða án uppgreiðsluþóknun. Vextir af lánum með uppgreiðsluþóknun hækka úr 6,85% í 7,10% og úr 7,15% í 7,40% á lánum án uppgreiðsluþóknunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK