Tapaði 5,1 milljarði dala á þremur mánuðum

Citigroup, stærsti banki Bandaríkjanna, tapaði 5,1 milljarði dala, jafnvirði nærri 380 milljörðum króna, á fyrsta fjórðungi ársins. Inni í þeirri tölu er 6 milljarða afskriftir, sem tengjast svonefndum undirmálslánum á bandarískum fasteignamarkaði.

Tap á hlut nam 1,02 dölum en sérfræðingar höfðu spáð 95 senta tapi á hlut. Stjórnendur bankans tilkynnt  að 9000 starfsmönnum yrði sagt upp á næstunni til viðbótar við 4200 uppsagnir, sem tilkynnt var um í janúar.

Þess má geta, að samkvæmt fjárlögum fyrir yfirstandandi ár verða útgjöld íslenska ríkisins 434 milljarðar króna á árinu.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK