Sagður bíða eftir „brunaútsölu"

Danska blaðið Børsen segir að Björgólfur Thor Björgólfsson halli sér nú aftur í stólnum og bíði eftir því að verð á fjárfestingarfélögum og fasteignum lækki. Björgólfur á hlut í nokkrum dönskum fasteignafélögum.  Í viðtali við blaðið segir Björgólfur að hann reikni ekki með miklum fasteignakaupum á þessu ári heldur bíði hann eftir því að bankar neyðist til að selja fyrir hönd viðskiptavina sinna.

Björgólfur segir að verðið muni lækka á næstu mánuðum og hann muni því ekki hreyfa sig fyrir jól. „Það er fínt - ég hef nógan tíma," hefur blaðið eftir honum.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK